Fréttir
Ungmennafundur.
Bingó og pizzuveisla..
Fimmtudaginn 17. mars héldu Rótarýfélagar ungmennafund. Þá buðu félagar börnum sínum með á fund þar sem spilað var bingó og borðaðar pizzur. Þátttaka var góða, um 40-50 manns mættu, og sáu þær Anna Sóley Jónsdóttir og Ásthildur Ómarsdóttir um að stjórna skemmtuninni, en þær eru börn tveggja félaga í klúbbnum. Gerðu þær það með sóma og aldrei að vita nema þarna séu framtíðarfélagar í Rótarýklúbb Sauðárkróks mættir, hver veit... Vinningarnir voru ekki að verri endanum, páskaegg í öllum stærðum og gerðum, og fór svo að allir fengu eitthvað til að taka með sér heim í páskafrí.