Fréttir
Nýr félagi.
Fjölgun félaga hjá Rótarýklúbb Sauðárkróks.
Á Rótarýfundi sem haldinn var fimmtudaginn 11. febrúar var tekin inn nýr félagi hjá Rótarýklúbb Sauðárkróks. Ívar Örn Marteinsson heitir hann, búsettur á Króknum og starfar sem gæðastjóri hjá rækjuverksmiðjunni Dögun. Ívar Örn, sem er líffræðingur að mennt er fæddur 12. júní 1985 og verður undir starfsgreinarheitinu matvælaframleiðsla, manufacture of food product. Hann er boðin velkominn í félagsskapinn, en eiginkona Ívars er Thelma Sif Magnúsdóttir. Þess má geta að við þessa breytingu eru félagar í klúbbnum orðnir 27. Birt verður mynd af Ívari við næsta tækifæri.