Fréttir
Kynning á NORA verkefninu.
Sigríður K. Þorgrímsdóttir frá Byggðastofnun kynnir NORA.
Fundur Rotary klúbbsins sem haldinn var fimmtudaginn 1. október var í höndum alþjóðanefndar. Nefndin fékk að þessu sinni Sigríði K. Þorgrímsdóttir sérfræðing frá Byggðarstofnun til að upplýsa og fræða um Norræna Atlantssamstarfið (NORA) sem er samtök fjögurra landa, Íslands, Færeyja, Grænlands og strandhéraðs Noregs.
NORA styrkir samstarf á svæðinu með það að markmiði að gera Norðuratlantssvæðið að öflugu norrænu svæði, sem einkennist af sterkri sjálfbærri efnahagsþróun. Það er meðal annars gert með því að styðja samstarf í atvinnulífi og rannsókna- og þróunarstarf þvert á landamæri.
Virkilega áhugaverður fyrirlestur frá Sigríði og þökkum við henni kærlega fyrir skemmtilega stund.