Fréttir

18.9.2015

Umdæmisstjóri í heimsókn.

Magnús B. Jónsson og Steinunn S. Ingólfsdóttir heimsækja Rótarýklúbb Sauðárkróks.

Fimmtudaginn 10. september kom umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, Magnús B. Jónsson ásamt eiginkonu sinni Steinunni  S. Ingólfsdóttir í heimsókn til Rótarýklúbbs Sauðárkróks. Af því tilefni var boðið til sérstaks hátíðarfundar þar sem mökum félaga var boðið á fundinn. Byrjaði Magnús á að funda með stjórninni,  en þar var m.a. farið sameigilega yfir starfsemi og markmið klúbbsins.  Að því loknu var haldinn hefðbundinn fundur þar sem Magnús hélt sérlega líflegt erindi um starfsemi Rótarý á heimsvísu. Baráttan við lömunarveiki bar þar helst á góma og greinilegt að nokkur tími er í að  menn nái að útrýma henni að fullu. Að loknu erindi skiptust umdæmisstjóri og forseti klúbbsinns, Róbert Óttarsson á gjöfum og af því loknu þökkuðu rótarýfélagar þeim hjónum fyrir komuna.