Fréttir

3.7.2015

Stjórnarskiptafundur og orðuveiting.

Ný stjórn og Frímann Guðbrandsson heiðraður með Paul Harris orðu.

Fimmtudaginn 2. júlí var fyrsti fundur í Rótarýklúbb Sauðárkróks á nýju starfsári. Á þeim tímamótum tók ný stjórn við en hún er þannig skipuð.

Róbert Óttarsson forseti.

Jón Þór Jósepsson, verðandi forseti.

Pétur Bjarnason, gjaldkeri.

Halldór Halldórsson, ritari.

Gunnar Björn Rögnvaldsson, stallari.

Fram kom í ársskýrslu ritara að 43 fundir hefðu verið haldnir á starfsárinu og af því 2 svokallaðir sumarfundir. 26 félagar væru skráðir í klúbbinn og 19 af þeim með skyldumætingu. Rafpósturinn var fluttur 11. sinnum og farið með vísu vikunar í 28 skipti. Fundarmæting félaga var nokkuð góð á síðasta starfsári, en hún var 74,64%. Þrír félagar voru með yfir 90% mætingu en það voru þeir Guðmundur Rúnar Guðmundsson, Árni Ragnarsson og Baldvin Kristjánsson.   

 Á síðasta fundi var Frímann V Guðbrandsson heiðraður með Paul Harris orðu fyrir störf sín fyrir klúbbinn. Frímann hefur verið félagi frá árinu 1985 og gengdi forsetaembættinu starfsárið 1990 – 1991.