Fréttir
Sæluvikufundur Rótarýklúbbsins 2015.
Fimmtudaginn 30. apríl var hin árlegi sæluvikufundur rótarý manna.Eins og venja er á þessum fundi þá var gengið um götur gamla bæjarins undir leiðsögn þeirra Brynjars Pálssonar og Árna Ragnarssonar. Kalt var í veðri þetta kvöld, norðan gjóla og 2°C hiti, þannig að menn þurftu að klæða sig vel fyrir ferðalagið.
Eins og venja er á þessum fundi þá var gengið um götur gamla bæjarins undir leiðsögn þeirra Brynjars Pálssonar og Árna Ragnarssonar. Kalt var í veðri þetta kvöld, norðan gjóla og 2°C hiti, þannig að menn þurftu að klæða sig vel fyrir ferðalagið. Að þessu sinni var gengið suður Freyjugötuna, niður Ránarstíg, Sæmundargötu, Ægisstíg og Bárustíg. Hluti af þessum götum voru byggðar fyrir stríð, þannig að mikil saga er farin að fylgja þeim og húsunum sem þar standa. Sögurnar mergjaðar og ekki skemmir frásögnin fyrir hjá Brynjari. „Það sem hann Brynjar man ekki , býr hann bara til“ var einhverjum að orði í göngunni, og er kannski pínu sannleiks korn til í því, þannig verða skemmtilegustu sögurnar til.