18.3.2015
Umdæmisstjóri í heimsókn.
Guðbjörg Alfreðsdóttir í heimsókn hjá Rótarýklúbb Sauðárkróks.
Fimmtudaginn 12. mars kom umdæmisstjóri Rótarý hreyfingarinnar á Íslandi, Guðbjörg Alfreðsdóttir í heimsókn til Rótarýklúbbs Sauðárkróks. Með henni í för var eiginmaður hennar, Ásmundur Karlsson en þau hafa verið á yfirreið um landið til að kynna sér starfsemi klúbbana
Fimmtudaginn 12. mars kom umdæmisstjóri Rótarý hreyfingarinnar á Íslandi, Guðbjörg Alfreðsdóttir í heimsókn til Rótarýklúbbs Sauðárkróks. Með henni í för var eiginmaður hennar, Ásmundur Karlsson en þau hafa verið á yfirreið um landið til að kynna sér starfsemi klúbbana. Að sögn Guðbjargar hefur rysjótt tíðarfar sett mark sitt á ferða áætlanir þeirra hjóna, en sem dæmi þá var þessi ferð til Sauðárkróks fyrirhuguð sl. haust. Hún byrjaði á að funda stuttlega með stjórnarmönnum og fara yfir starfsáætlanir sem og þau markmið sem klúbburinn hefur sett sér á undanförnum árum. Að því loknu var haldin hefðbundin fundur þar sem Guðbjörg sá um fundarefnið.