Fréttir

15.3.2015

Haraldur Árnason níræður.

Félagi í Rótarý frá 1954

Haraldur Árnason á Sjávarborg, f.v. skólastjóri á Hólum, varð níræður þann 6. mars s.l.

Haraldur Árnason á Sjávarborg, f.v. skólastjóri á Hólum, varð níræður þann 6. mars s.l. Af því tilefni heimsóttu tveir Rótarýfélagar hann heim að Sjávarborg og færðu honum blóm og þakkir fyrir heilladrjúg störf í Rótarýklúbbi Sauðárkróks þar sem Haraldur hefur verið félagi frá árinu 1954, eða í rúmlega sex áratugi.  Hann hefur jafnan verið áhugasamur og virkur félagi og er eini núlifandi heiðursfélagi Rótarýklúbbs Sauðárkróks.