Ofurkæling.
Ný aðferðarfræði við meðhöndlun á fiski
Fundur Rotary klúbbsins fimmtudaginn 15. Janúar var í höndum Starfsþjónustunefndar og fengum við í þetta skiptið heimsókn frá Hólmfríði Sveinsdóttur, doktor í matvælaefnafræði og framkvæmdarstjóri hjá Iceprotein ehf. Hólmfríður kynnti starfsemi félagsins en lagði þó mesta áherslu á að kynna breytingar á Málmey SK 1. Um þessar mundir er verið að setja nýja vinnslulínu í skipið sem felur í sér „ofurkælingu“ á aflanum í stað þess pakka og frysta fiskinum um borð og koma með hann fullunnin í land. Er þetta fyrsta skipti sem slík tækni er notuð við þessar aðstæður, þ.e. um borð í skipi. Því eru samstarfsaðilarnir margir og fjölmörg fyrirtæki sem sýna verkefninu áhuga með það fyrir augum að fylgja fordæmi Fisk-seafood. Afar skemmtilegt og áhugavert erindi og þökkum við Hólmfríði kærlega fyrir.