Fréttir

22.12.2014

Skipun nýrrar stjórnar samþykkt.

Gunnar Björn Rögnvaldsson verðandi stallari. 

Á síðasta fundi ársins  sem haldin var fimmtudaginn 18. desember, var samþykkt tillaga um stjórnskipan í Rótarýklúbb Sauðárkróks fyrir starfsárið 2015-2016. Helstu breytingar verða þær, að þá mun Jóel Kristjánsson hverfa úr stjórn eftir margra ára setu en aðrir félagar munu skipta um störf innan stjórnar. Einn nýr félagi mun bætast í stjórnar hópinn og taka að sér starf stallara, en það er Gunnar Björn Rögnvaldsson.  

Ný stjórn mun því vera skipuð eftirfarandi félögum.

Róbert Óttarsson, forseti.

Pétur Bjarnason, gjaldkeri.

Jón Þór Jósepsson, verðandi forseti.

Halldór Halldórsson, ritari.

Gunnar Björn Rögnvaldsson, stallari.

Stjórnarskipti munu síðan eiga sér stað eins og venja er á miðju sumri, en ráðgert er að það verði fimmtudaginn 2. júlí á fyrsta fundi starfsárs 2015-2016.