Fréttir
Jólafundurinn 2014.
Góð mæting á jólafundinn.
Jólafundurinn var að þessu sinni haldinn fimmtudaginn 11. desember. Mjög góð þáttaka var, 100% mæting var meðal félaga en auk þess mættu 11 gestir á fundinn. Kaffi Krókur skartaði sínu fegursta þetta kvöldið og óhætt að segja að borðin hafi svignað undan kræsingum. Pétur forseti sá um að flytja jólasöguna að þessu sinni en hún fjallaði á gamansaman hátt um kartöflurækt við Rauðavatn. Eftir að félagar og gestir höfðu matast stóðu menn upp úr sætum og sungu "Heims um ból", en það hefur verið hefð frá því elstu menn muna. Eftir það sleit Pétur fundi en gestir sátu áfram og áttu notalega stund.