Fréttir

29.11.2014

Kynning á Kanadaferð rótarýfélaga 2013.

Kynning á Kanadaferð rótarýfélaga.



Fimmtudaginn 27. nóvember var haldin fundur í Rótarýklúbb Sauðárkróks. Fundarefni kvöldsins var að þessu sinn  frásögn af Kanadaferð sem farin var á síðasta ári að frumkvæði klúbbsins, en fjölmargir félagar ásamt mökum og gestum fóru í þessa ferð. Það voru ferðafélagarnir Hjalti Pálsson og Pétur Bjarnason sem tóku saman kynningarefnð fyrir kvöldið, en í ferðinni var m.a. komið við á slóðum Vestur Íslendinga í Manitoba og víðar. Fjöldi gesta var mættur á fundinn, en þar las Hjalti upp úr dagbók sem hann hélt á meðan ferðinni stóð. Einnig voru sýndar ljósmyndir sem teknar voru við hin ýmsu tækifæri, og gáfu þær ásamt frásögn Hjalta skarpa sýn á staðháttum.  Öllum sem fóru í þessa ferð bar saman að hún hefði verið sérlega vel heppnuð og gestrisni frænda okkar í vesturheimi með eindæmum. Ljóst er að afkomendur íslensku vesturfaranna bera sterkar taugar til fyrrum heimkynna og mikil vakning þeirra á meðal um nánari tengsl við gamla landið. Var hópnum m.a. boðið í heimsókn til ættfræðingsins Sunnu Pam Furstenau (Olafson) en hún er  varaformaður systrafélags Þjóðræknisfélagsins, The Icelandic National League of North America. Sunna er okkur félögum að góðu kunn, en hún kom á fund til okkar fyrir rúmu ári síðan og hélt fræðsluerindi um störf sín og áhugamál sem öll tengjast sögu Íslendinga í vesturheimi. Í lokin var þeim Hjalta og Pétri þakkað fyrir góða stund.