Fréttir
Árshátíð Rótarýklúbbs Sauðárkróks.
Stefnir í góða þátttöku.
Árshátíð Rótarýklúbbs Sauðárkróks verður laugardaginn 8. nóvember í húsnæði Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. Dagskrá kvöldsins verður með þeim hætti að húsið opnar kl.19:30 þar sem boðið er upp á fordrykk. Maturinn er í umsjón Ólafshúss og að vanda mun hljómsveit Geirmundar sjá um fjörið.
Matseðill kvöldsins er eftirfarandia
Forréttir og aðalréttir á hlaðborði.
Blandað salat með sjávarréttum.
Innbökuð bleikja með léttri hvítlaukssósu og grænu salati.
Hunangsgljáð kalkúnabringa, grillað lambalæri og ofnbakaður grísakambur ásamt meðlæti.
Eftirréttir á hlaðborði.
Súkkulaðikaka með rjóma.