Fréttir

24.9.2014

Kynning á starfsemi Flokku.

Umbreyta plastúrgangi í olíu.

Þann 18. september var fundaefnið í höndum starfsþjónustunefndar. Ómar Kjartansson var fenginn til að upplýsa klúbbinn um starsemi gámaþjónustunnar Ó.K og fengu fundamenn að heyra af þeim gríðarlegu breytingum sem átt hafa sér stað s.l. ár í flokkun og vinnslu á sorpi hér í Skagafirði. Kom fram í erindi Ómars að nú sé urðað um 2500 tonnum af sorpi á ári, en hafi áður verið um 7000 tonn. Er því að þakka að nú sé stærsti hluti sorpsins flokkaður og unnið úr honum verðmæti, bæði innanlands sem utan. Ómar kynnti mönnum fyrir spennandi verkefni sem hann tekur þátt í á Akureyri sem felur í sér að umbreyta plastúrgangi í olíu. Áætlar Ómar að keyra öllu bændaplasti norður á Akureyri og endurvinna það með þeim hætti.

Fleiri gestir heiðruðu klúbbinn með nærveru sinni, það voru þeir Guðmundur Rúnar Guðmundsson og Áskell Heiðar.  

Þökkum við Ómari fyrir fróðlegt og skemmtilegt erindi.