Fréttir
Rótarýfélagar heimsækja Minjahúsið á Sauðárkróki.
Gamlir munir skoðaðir í minjahúsinu.
Fimmtudaginn 4. september heimsótti Rotary klúbburinn Minjahúsið á Sauðárkróki en dagskrá fundarins var í höndum nýskipaðrar starfsþjónustunefndar. Mátti þar líta marga áhugaverða muni úr sögu Skagafjarðar en uppsetning sýningarinnar var óhefðbundin þar sem stór hluti safnsins er í hreinsun. Var því farið í geymslu safnsins og náð í muni sem ekki eru venjulega til sýnis. Má þar m.a. nefna eilífðarvélina o.fl.
Starfsmaður safnsins, Guðmundur, leiddi hópinn í gegnum sýninguna og fræddi hópinn um sögu safnmunanna.
Klúbburinn lét sitt ekki eftir liggja og afhendi safninu eintök af Króksbókinni sem þakklætisvott.