Fréttir

31.8.2014

Vörðufundur 2014.

Fimmtudaginn 21. ágúst héldu félagar í Rótarýklúbb Sauðárkróks sinn árlega vörðufund.

 

Fimmtudaginn 21. ágúst héldu félagar í Rótarýklúbb Sauðárkróks sinn árlega vörðufund á Laxárdalsheiði. Við það tækifæri buðu félagar gestum með sér, en einmuna blíða var á heiðinni þennan dag og notuðu margir tækifærið og kíktu til berja. Haldið var áfram að endurhlaða gamlar vörður sem fyrr á árum voru notaðar sem vegvísar yfir heiðina. Frumkvæðið af þessu verkefni átti á sínum tíma Árni heitinn Guðmundsson frá Þorbjargarstöðum í Laxárdal, en hann var virkur félagi í Rótarýklúbb Sauðárkróks frá árinu 1960 þar til hann andaðist árið 1999. Þó svo enginn viti hversu margar vörðurnar voru upprunalega þá er víst að þetta á eftir að vera verkefni rótarýfélaga næstu misserin..