Fréttir

22.2.2014

Fyrirtækjaheimsókn hjá rótarýfélögum.

Heimsókn í Mjólkursamlag KS.

 

Fimmtudaginn 20. febrúar var rótarýfélögum boðið að skoða sig um í nýjum húsakynnum Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga. Það var Snorri Evertsson fyrrum mjólkursamlagsstjóri sem stóð að heimsókninni. Þann 7. janúar s.l. flutti Mjólkursamlag KS ostavinnslu fyrirtækisins í nýtt og glæsilegt húsnæði sem staðsett er vestan við gamla vinnsluhúsnæðið. Fjárfest var í nýrri ostalínu sem saman stendur af gerilsneyðingarbúnaði, ostatönkum, ostapressum ásamt söltunar og pökkunarbúnaði. Eftir að félagar höfðu skoðað sig um í samlaginu undir leiðsögn Jóns Þórs, framleiðslu og gæðastjóra fyrirtækisins, fóru þeir inn á kaffistofuna og nutu þar góðra veitinga ásamt því að hlýða á erindi Snorri um sögu og þróun mjólkurvinnslu í Skagafirði frá fyrri tíð.  Nokkrar umræður urðu í lokin um starfsemina sem og iðnaðinn í landinu og svöruðu gestgjafarnir fyrirspurnum. Þökkuðu rótarýfélagar  síðan fyrir ánægjulega kvöldstund og óskuðu samlagsmönnum til hamingju með glæsilegan vinnustað.