Fréttir
Nýr félagi í Rótarýklúbb Sauðárkróks.
Magnús Barðdal nýr félagi.
Fimmtudaginn 6. febrúar var nýr félagi tekinn inn í Rótarýklúbb Sauðárkróks. Hann heitir Magnús Barðdal Reynisson og starfar sem lögfræðingur hjá Íbúðarlánasjóði. Magnús, sem er 29. ára gamall og fæddur og uppalinn Króksari, er þar með 27 meðlimur í Rótarýklúbb Sauðárkróks. Klúbbfélagar buðu Magnúsi velkominn í félagsskapinn en þess má geta að faðir Magnúsar, Reynir Barðdal hefur verið klúbbfélagi frá árinu 1974. Við þetta tækifæri var tekinn mynd af þeim feðgum ásamt Heimi forseta eftir innvígsluna.