Fréttir

25.1.2014

Rótarýklúbburinn færir Heilbrigðisstofnuninni húsgögn.

 

Að afloknum Rótarýfundi fimmtudaginn 23. janúar fjölmenntu félagar inn á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki til að afhenda starfsfólki og vistmönnum húsgögn að gjöf.

Þann 30. nóvember 2013 bauð  Rótarýklúbbur Sauðárkróks Skagfirðingum til ókeypis jólahlaðborðs. Um 600 manns mættu og nutu matar og skemmtunar í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.  Þetta var hægt með öflugum stuðningi góðra fyrirtækja sem lögðu verkefninu lið. Alls söfnuðust um 800.000 krónur sem voru notaðar til að kaupa þessi húsgögn.

Eftirtalin fyrirtæki styrktu verkefnið og færir Rótarýklúbbur Sauðárkróks þeim bestu þakkir fyrir, þetta hefði ekki verið framkvæmanlegt á þeirra stuðnings.
Arion banki, Doddi málari, Dögun, Fisk Seafood, Grettistak, Hlíðarkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, KPMG, K-Tak, Landsbankinn, Lyfja, Nýprent, OK gámaþjónusta, Ólafshús, Rafsjá, Sauðárkróksbakarí, Skagfirðingabúð, Sparisjóðurinn, Steinull, Stoð ehf,  Sveitarfélagið Skagafjörður, Tengill, Vörumiðlun, Ölgerðin Egill Skallagrímsson