Fréttir

5.1.2014

Fyrsti fundur á árinu 2014.

Rótarýfélagar hittust á fyrsta fundi ársins fimmtudaginn 2. janúar. Meginþema kvöldsins var fræðsluerindi sem að þessu sinni fjallaði um möguleika á nýtingu ostamysu til framleiðslu á hágæða mysupróteindufti í framtíðinni.

Það var félaga og starfsgreinanefnd sem sá um fundarefni að þessu sinni og var það formaður nefndarinnar, Jón Þór Jósepsson sem flutti erindi um hvernig hægt sé að breyta ostamysu í arðbæra framleiðsluvöru. Í erindinu fjallaði hann um þá möguleika  að framleiða hágæða  þurrkuð mysuprótein úr ostamysu sem fellur til frá ostagerð Mjólkursamlags KS. Kom hann m.a. inn á þá verðmætasköpun sem ætti sér stað við þessa framleiðslu, helstu magntölur sem og þá fjárfestingu sem menn þyrftu að fara í vegna þessara framleiðslu. Ljóst er að miklir möguleikar eru fólgnir í mysuvinnslu í framtíðinni hjá Mjólkursamlgi KS, bæði vegna aukinnar ostavinnslu sem og mikillar eftirspurnar í heiminum eftir hágæða mysupróteini. Jón Þór kom einnig inn á þá neikvæðu umhverfisþætti sem hefðu í för með sér þegar ostamysu væri hent í hafið. Rótarýfélagar þökkuðu Jóni Þór fyrir erindið.