Fréttir

13.12.2013

Jólafundur 2013.

 

Jólafundur 2013.

Fimmtudaginn 12. desember var jólafundurinn haldinn hjá Rótarýklúbb Sauðárkróks. Góð mæting var á fundinn en auk félagsmanna og maka mætti einn gestur, Ægir Ásbjörnsson  listamaður og lífskúnstner.

 

Jólafundur 2013.Dagskrá kvöldsins var bæði með hefðbundnu og óhefðbundnu sniði. Fastir liðir eins og rafpósturinn og vísa vikunar voru á sínum stað, en það voru þeir Árni Ragnarsson og Ingimundur Kr. Guðjónsson sem sáu um þann þátt. Tónlistaratriði voru einnig á boðstólnum en þeir Róbert Óttarsson og Ægir Ásbjörnsson tóku nokkur vel valin lög. Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir frá Garði í Mývatnssveit, dóttir Jakobínu Sigurðardóttur og Þorgríms Starra Björgvinssonar, las upp úr nýútkominni bók sinni, Alla mína stelpuspilatíð. Bókin sem m.a. fjallar um uppvaxtarár Sigríðar í Mývatnssveit hefur hlotið mikla athygli og fengið lofsamlega dóma, enda ekki nema von þar sem Sigríður Kristín er flinkur penni og með áhugaverðari manneskjum sem maður hittir á lífsleiðinni. Kvöldinu lauk síðan með því að fundargestir sungu Heimsum ból við undirleik Ægis Ásbjörns. Þetta var síðasti fundur ársins, en fyrsti fundur á nýju ári verður haldinn fimmtudaginn 2. janúar og er sá fundur í höndum Félags og starfsgreinanefndar. Jólafundur 2013.