Fréttir

14.11.2013

Árshátíð Rótarýklúbbs Sauðárkróks.

Laugardaginn 9. nóvember var árshátíð Rótarýklúbbs Sauðárkróks haldin í hátíðarsal Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. Eins og venja er þá var það klúbbnefnd sem sá um hátíðina og tókst hún með afbrigðum vel. Það var forseti klúbbsins, Heimir Þór Andrason sem setti samkomuna og eftirlét síðan þeim Jóni Halli Ingólfssyni og Gunnari Rögnvaldssyni um veislustjórn. Þeir félagar fóru hamförum á sviðinu, sungu, spiluðu og trölluðu þannig að allt ætlaði um koll að keyra. Helga Möller steig síðan á svið og tók nokkrar ballöður ásamt því að hin stórkostlegi karlakór Rótarýklúbbsins, Rótarýkórinn, tók nokkur lög við gríðarleg fagnaðarlæti gesta.  Geirmundur Valtýrsson og félagar sáu síðan um dansleik sem stóð fram eftir nóttu.