Fréttir
Umdæmisstjóri í heimsókn.
Björn B. Jónsson umdæmisstjóri Rótary á Íslandi kom á fund hjá Rótaryklúbb Sauðárkróks fimmtudaginn 17. október s.l. Í erindi sínu talaði Björn á almennum nótum um Rótarýhreyfinguna á Íslandi, gildi hennar og markmið sem og fyrir hvað hún stæði. Lagði hann áherslu á hversu mikilvægt hið innra starf klúbbana væri og nauðsynlegt að hlúa að því í framtíðinni. Menn þyrftu að vera sýnilegri í samfélaginu og halda áfram að búa þannig um klúbbstarfið að það sé áhugaverður vettvangur fyrir duglegt fólk.