Fréttir

9.10.2013

Fyrirlestur um vistfræði bleikju.

Á Rótarýfundi fimmtudaginn 3. október s.l hélt Skúli Skúlason, fyrverandi rektor Hólaskóla, fróðlegt erindi um vistfræði bleikju í íslenskum vötnum. Fyrirlesturinn fjallaði um rannsóknir sem gerðar hafa verið á bleikju sem og öðrum tegundum fiska sem þrífast í íslensku ferskvatni.  Kom m.a. fram hjá Skúla að mikill útlits breytileiki getii verið innan sömu tegundar og skýringar á því væri að leita í vistfræðilegum aðstæðum á hverjum stað. Sýndi hann nokkur dæmi þar sem m.a. landfræðilegar aðstæður í vötnum höfðu með tímanum haft afgerandi áhrif á lögun og vaxtarlag bleikjunar og í raun skapað nýtt afbrigði innan bleikjustofnsins.  Erindið var mjög fróðlegti og þakkar Rótarýklúbburinn Skúla fyrir góða kvöldstund.
 Skúli Skúlason með fyrirlestur