Fréttir

1.9.2013

Erindi úr Vesturheimi.

Heimir, Sunna og Davíð.Sunna Olafson sem er Vestur Íslendingur og ættfræðingur að mennt, flutti fróðlegt erindi um sögu Íslendinga í Norður Ameríku á fundi Rótarýklúbbs Sauðárkróks fimmtudaginn 29. ágúst.

Sunna, sem einnig er annar varaforseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi og á ættir sína að rekja í Skagafjörðinn, fór á mjög líflegan og skemmtilegan hátt yfir lífsbaráttu Íslendinga í Vesturheimi í máli og myndum. Þar sem fyrirhugað er ferðalag félaga úr Rótarýklúbbnum til Vesturheims á næstu misserum var þessi heimsókn við hæfi en Sunna mun m.a. taka á móti íslenska hópnum á ferðalagi þeirra um Norður Dakóta. Með í för Sunnu var Davíð Gíslason sem einnig er Vestur Íslendingur og búsettur í Manitoba. Rótaryklúbburinn þakkar þessum góðu gestum fyrir ánægjulega kvöldstund.

Heimir og Sunna.