Fréttir
Golfmót 2013
Fimmtudaginn 20. júní var haldið golfmót fyrir félaga í Rótaryklúbb Sauðárkróks.
Fimmtudaginn 20. júní var haldið golfmót fyrir félaga í Rótaryklúbb Sauðárkróks. Mótið sem er með léttu ívafi og haldið í samstarfi með félögum í Golfklúbbi Sauðárkróks fer þannig fram að vanur golfspilari er látinn leika með óvönum og slá þeir einn bolta til skiptis. Þó svo að um mót sé að ræða með flestum þeim reglum sem tilheyra alvöru golfmóti er stutt í gamanið enda tilgangurinn að skemmta sér og öðrum. Í lok móts settust félagar og gestir að snæðingi í golfskálanum og voru úrslit dagsins kunngerð. Sigurvegarar mótsins að þessu sinni voru þeir Knútur Aadnegard og Reynir Barðdal.