Fréttir
  • Sæluvikufundur 2013

7.5.2013

Sæluvikufundur 2013.

Gengið um Aðalgötuna og Skógargötuna undir leiðsögn.

Fimmtudaginn 2. maí var sæluvikufundurinn haldinn hjá Rótarýklúbb Sauðárkróks. Farið var frá Kaffi Krók um kl. 18:00 og haldið suður Aðalgötuna og að Sauðárkrókskirkju. Þaðan var síðan rölt upp í Skógargötu og hún gengin norður að svokallaðri Gróðrarstöð. Eins og venja er, voru það þeir Brynjar Pálsson og Árni Ragnarsson sem fóru fyrir göngunni og sögðu sögur af þeim húsum sem þar standa, tilurð þeirra og fyrrum ábúendum. Þessir fundir eru með þeim eftirminnilegustu á hverju starfsári og fátt meira mannbætandi en að ganga um gamla bæinn og rifja upp gamlar minningar um liðna tíð með góðum félögum. Sæluvikufundur 2013