Fréttir
Ungmennafundur.
Fimmtudaginn 14. mars var haldinn Ungmennafundur í Rótarýklúbb Sauðárkróks.
Þar mættu félagar með börnum og barnabörnum og áttu skemmtilega stund saman. Þetta er einn af hinum árlegu viðburðum sem Rótarýklúbburinn stendur fyrir, en áður gekk hann undir nafninu Sona og dætrafundur
Tilgangurinn með honum er að gera klúbbinn sýnilegri fyrir fjölskyldumeðlimum klúbbfélaga sem og að þarna skapast kjörið tækifæri fyrir menn að kynnist börnum félaga sinna. Farið var í Bingó og borðaðar pizzur og ekki annað að sjá en að allir skemmtu sér konunglega. Vinningar voru ekki að verri endanum, bíómiðar og páskaegg sem ættu að koma sér vel fyrir komandi hátíð. Það voru rótarýfélagarnir Árni Stefánsson og Jóel Kristjánsson sem stjórnuðu veislunni með glæsibrag.