Fréttir
  • Jólafundurinn 2012.

3.1.2013

Jólafundurinn 2012

Jólafundur Rótarýklúbbs Sauðárkróks

Rótarýklúbbur Sauðárkróks hélt jólafund sinn fimmtudaginn 13. desember 2012. Félagar buðu mökum sínum til borðhalds og dagskrár og var mæting mjög góð.

 

Jólafundurinn 2012. Tónlistaratriði. Um 50 manns komu og snæddu veisluföng sem framreidd voru með glæsibrag að hætt hússins. Hafsteinn Sæmundsson flutti rafpóstinn en Snorri Styrkársson vísu vikunnar og var þetta hans síðasti fundur í klúbbnum þar sem hann er að flytjast austur á land. Hann gekk í klúbbinn á síðasta starfsári og forseti þakkaði honum veru hans í klúbbnum og óskaði verfarnaðar á nýjum vettvangi. Loks flutti hinn efnilegi stúlknaflokkur Wonder úr Árskóla lag fyrir samkomugesti. Tókst þessi jólafundur með ágætum.