Fréttir
  • Árshátíð 2011. Rótaýkórinn.

23.11.2012

Árshátíð Rótarýklúbbs Sauðárkróks 2012

Laugardaginn 10. nóvember

Laugardaginn 10. nóvember hélt Rótarýklúbburinn á Sauðárkróki sína árlegu árshátíð. Hún var haldin í glæsilegum húsakynnum Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki en þar hefur hún verið haldin undanfarin 2 ár.

 

Þrátt fyrir leiðinda veður var góð mæting, en um 100 manns mættu að þessu sinni og tókst skemmtunin með afbrigðum vel. Dagskráratriði voru ekki að verri endanum,  ræðumaður kvöldsins var að þessu sinni  Agnar Gunnarsson frá Miklabæ og fór hann á kostum eins og svo oft áður með frásögn sinna af skemmtilegu fólki. Rótarýkórinn tók nokkur lög ásamt því að Róbert Óttarsson stórsöngvari klúbbsins tók gamla Tom Jones slagara eins og honum einum er lagið.  Eins mættu þau Gissur Páll Gissurarson  óperusöngvari ásamt hinni glæsilegu skagfirsku sópransöngkonu Helgu Rós Indriðadóttur prúðbúin, og tóku þau nokkur lög fyrir veislugesti sem fögnuðu þeim vel í lokin. Geirmundur Valtýrsson sá að venju um fjöldasöng ásamt því að spila fyrir dansi með hljómsveit sinni.

Árshátíð 2011. Rótaýkórinn.