Fréttir
Vörðufundurinn 30. ágúst
Rótarýklúbbur Sauðárkróks hélt vörðufund
Rótarýklúbbur Sauðárkróks hélt sinn árlega vörðufund fimmtudaginn 30. ágúst. Þá héldu félagar ásamt fjölskyldum sínum upp á Laxárdalsheiði til að endurhlaða gamlar vörður sem áður voru notaðar sem kennileiti vegfarenda. Veður var með ágætum og notuðu nokkrir ferðina og góða veðrið til að gá til berja. Að vinnu lokinni var boðið upp á hressingu, samlokur, gos og fl. Síðan fóru allir sáttir til síns heima, glaðir eftir góðan dag. Myndir úr ferðinni eru komnar inn á myndaalbúmið.