Fréttir

7.7.2012

Stjórnarskiptafundur.

Forsetaskipti 2012.

Stjórnarskiptafundur var haldinn í Rótarýklúbbi Sauðárkróks

Stjórnarskiptafundur var haldinn í Rótarýklúbbi Sauðárkróks fimmtudaginn 5. júlí. Fundurinn var haldinn á nýjum fundarstað, Kaffi Krók við Aðalgötu 16, sem verður fundarstaður klúbbsins næsta starfsár. Hjalti Pálsson fráfarandi forseti flutti smátölu, kvað verkefnið hafa orðið sér bæði krefjandi og þroskandi, þakkaði félögum og fráfarandi meðstjórnendum ánægjulegt samstarf á árinu og óskaði nýjum forseta og nýrri stjórn velfarnaðar á komandi starfsári. Í lok máls síns sagði hann eftirfarandi:  "Eins og þið vitið sem þekkið mannlegt eðli þá getur sumum orðið erfitt að sætta sig við að missa völd og áhrif og virðingu. Þeir reyna því áfram að gera sig gildandi og koma skoðunum sínum á framfæri hvernig best sé að haga málum. Það er því rétt að benda verðandi forseta á að vera á varðbergi.

Stjórnarskipti 2012,

Það gerðist í félagi einu þar sem stjórnarskipti urðu að fráfarandi stjórnarmenn vildu leiðbeina viðtakendum sínum og leggja á ráðin hvernig haga bæri hlutunum. Hinum nýja formanni þótti helst til langt gengið, vildi sjálfur ráða og var orðinn þreyttur á afskiftaseminni og orti;

Gamla stjórnin er gengin frá,

guðar hún samt á skjáinn.

Leitt er þegar líkin fá

leið á að vera dáin."

Ný stjórn er þannig skipuð. Forseti: Jóel Kristjánsson, varaforseti og gjaldkeri er Hjalti Pálsson fráfarandi forseti, viðtakandi forseti Heimir Þór Andrason, ritari Róbert Óttarsson, stallari Árni Stefánsson.