Fréttir
  • Heimsókn frá Uganda.
  • Godfrey Kawooya Kubiriza

27.5.2012

Heimsókn frá Uganda.

Hinn 10. maí kom í heimsókn  Godfrey Kawooya Kubiriza

Hinn 10. maí kom í heimsókn  Godfrey Kawooya Kubiriza, rotarýfélagi frá Rotaryclub of Mukono í Uganda. Hann stundar nú doktorsnám við háskólann á Hólum og kynnti fyrir félögum Rótarýklúbbs Sauðárkróks starfsemi Rótarý í Uganda þar sem eru starfandi 69 klúbbar í umdæmi 9200 með rúmlega tvö þúsund félaga. Að erindi hans loknu afhenti forseti honum fána Rótarýklúbbs Sauðárkróks og bað hann færa hann klúbbi sínum í Uganda með góðum kveðjum frá Íslandi.