Fréttir

24.5.2012

Dagskrá fyrir konukvöldið, föstudaginn 25. maí.

Dagskrá fyrir komandi konukvöld

Dagskrá fyrir komandi konukvöld er á þessa leið.
Farið verður með rútu frá Faxatorgi kl 17:00.
Komið að Dunhóli  um kl. 17:50 og staðurinn skoðaður undir leiðsögn ábúenda.
Brottför um kl 19:00 og haldið að Eyvindarstofu á Blönduósi. Snæddur verður þar kvöldverður og einhver skemmtilegheit verða látin fylgja með. Áætluð brottför frá Eyvindarstofu er um kl 23:00 þannig að rútan ætti að vera á króknum rétt fyrir miðnætti. Klúbburinn leggur út fyrir rútu og mat en félagar sjá sjálfir um drykkjarföng. Góða skemmtun.