Heimsókn umdæmisstjóra
Umdæmisstjóri Tryggvi Pálsson mætti á fund hjá Rótarýklúbbi Sauðárkróks þann 27. október ásamt konu sinni Rannveigu Gunnarsdóttur forstjóra Lyfjastofnunar.
Umdæmisstjóri Tryggvi Pálsson mætti á fund hjá Rótarýklúbbi Sauðárkróks þann 27. Október ásamt konu sinni Rannveigu Gunnarsdóttur forstjóra Lyfjastofnunar. Umdæmisstjóri átti fund með stjórn klúbbsins fyrir félagsfund þar sem farið var yfir stöðu klúbbsins og markmið. Mæting á félagsfundinn var framúrskarandi góð eða 96% en auk þess komu tveir aðrir gestir.
Að lokinni venjubundinni dagskrá flutti umdæmisstjóri ávarp sitt um stöðu og tilgang Rotary og afhenti forseta fána alþjóðaforsetans Kalyan Banerjee. Að loknum stuttum fyrirspurnum afhenti forseti umdæmisstjóranum gjöf frá klúbbnum til minningar um komuna til Sauðárkróks: Sögu Sauðárkróks í þremur bindum.
Rótarýklúbbur Sauðárkróks þakkar þeim Tryggva og Rannveigu komuna og sendir þeim hugheilar Rótarýkveðjur með þökkum fyrir ánægjulega heimsókn.