Fréttir

16.6.2011

Konukvöld og þrjúþúsundasti fundur Rótarýklúbbs Sauðárkróks.

Fimmtudaginn 16. júní 2011 hélt Rótarýklúbbur Sauðárkróks sitt árlega konukvöld og sló því saman við 3000. fund klúbbsins frá upphafi.Hofstaðir hópmynd

Fimmtudaginn 16. júní 2011 hélt Rótarýklúbbur Sauðárkróks sitt árlega konukvöld og sló því saman við 3000. fund klúbbsins frá upphafi.Stjórn 2010-2011

Farið var í upphitun á heimili forseta fyrir kl 7 og síðan var haldið af stað í rútu frá Suðurleiðum um kl. hálfátta yfir í Sveitasetrið á Hofstöðum. Voru um 35 manns í hópnum. Þar var sest að snæðingi hjá gestgjöfum, borðuð hvannasúpa og grillað lambakjöt og hjónabandssæla í eftirrétt sem var einkar vel við hæfi. Forseti, Jón Daníel Jónsson, flutti í upphafi smáerindi um sögu klúbbsins. Aðalsteinn Ísfjörð kom og spilaði allnokkur lög á harmonikku sína og sló Guðmundur Ragnarsson á gítarstrengi með honum. Formaður klúbbnefndar flutti pistil um athyglisbrest og aðrar veilur í hjónabandsmálum sínum sem aðrir klúbbfélagar bara skemmtu sér yfir og vorkenndu honum ekkert.Hofstaðir-sönghópur Gunnar Helgi Guðmundsson flutti kveðskap og í lokin var talsvert sungið undir stjórn og meðspili Guðmundar Ragnarssonar.Sönghópur

 

Um kvöldið flaut miðnætursólin á firðinum og lýsti upp Eylendið, einkar fagurt útsýni af veröndinni við Sveitasetrið á Hofstöðum. Um kl hálfeitt kom rútan og sótti hópinn eftir einkar vel heppnað kvöld.