Heimsókn Ólafsfirðinga
Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar kom hinn 6. október í heimsókn til Rótarýklúbbs Sauðárkróks.
Magnús Ólafsson forseti Rótarýklúbbs Ólafsfjarðar til vinstri og Hjalti Pálsson forseti Rótarýklúbbs Sauðárkróks til hægri eftir að þeir höfðu skipst á fánum klúbba sinna.
Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar kom hinn 6. október í heimsókn til Rótarýklúbbs Sauðárkróks, alls 28 félagar og makar. Félagar í Rótarýklúbbi Sauðárkróks mættu einnig ásamt sínum mökum og var þarna um 60 manna samkoma. Haldinn var sameiginlegur fundur þar sem báðir klúbbar fluttu dagskrá og stóð fundurinn í rúma tvo tíma. Heimsóknir sem þessar eru jafnan ánægjulegar og mikilsverðar til að kynnast, efla tengsl og blanda geði. Rótarýklúbbur Sauðárkóks þakkar félögum á Ólafsfirði fyrir komuna og ánægjuleg kynni og sendir rótarýkveðjur.