Fréttir

27.10.2011

Konráðsvarði kláraður

Laugardaginn 8. október luku rótaryfélagar frágangi við minnisvarða Konráðs Gíslasonar sem afhjúpaður var í ársbyrjun 4. janúar við áningarstað vegagerðarinnar neðan við Varmahlíð í Skagafirði.Konráðsvarði kláraður

Knútur Aadnegard byggingameistari og rótaryfélagi hafði umsjón með að setja niður og ganga frá minnisvarðanum. Hann er hér til vinstri á mynd en hægra megin er Hjalti Pálsson forseti Rótaryklúbbs Sauðárkróks, báðir glaðbeittir að afloknu verki en Konráð sjálfur með óræðan svip.

Laugardaginn 8. október luku rótaryfélagar frágangi við minnisvarða Konráðs Gíslasonar sem afhjúpaður var í ársbyrjun 4. janúar við áningarstað vegagerðarinnar neðan við Varmahlíð í Skagafirði. Þurfti að færa stöpulinn til lítið eitt og hækka hann. Var það verk unnið fyrr í vikunni en á laugardag var þökulagt og gengið frá endanlega. Fáum dögum síðar var svo komið fyrir ljósi sem lýsir upp á lágmyndina af Konráði.