Fréttir

7.8.2008

3. fundur starfsársins - 858. fundur

Gróðursetningarferð í Hvammsmörk í Hvammsvík. Sjö vaskir félagar mættu við Árbæjarkirkju kl. 18.30 og óku þaðan í Hvammsmörk og gróður- settu 30 trjáplöntur í reit félagsins, sem er 0,7 ha að stærð og númer 18. Mest var gróðursett af birki og ösp, en aðrar tegundir voru stafafura og elrir. Jafnframt var sett niður skilti með nafni klúbbsins.

858_fundur_1

Eftir gróðursetningu var snædd máltíð í náttúrunni, þar sem rædd var framtíð svæðisins, hvernig standa ætti að skipulagi hans o.fl. Komið var að Árbæjarkirkju um kl. 22.

Þeir sem völdust til fararinnar voru: Bjarni Finns- son, Gísli Már Gíslason, Jón Viðar Arnórsson, Jón Magngeirsson, Jón Sigurjónsson, Ragnar Pálsson og Runólfur Þorláksson