Fjórflokkurinn mun lifa
Þorsteinn Pálsson "blaðamaður" kom á fund hjá okkur.
Vandamál okkar er að í dag vantar aðila til þess að taka pólitíska forystu
Á síðasta fund okkar fengum við Þorstein Pálsson sem fyrirlesara.
Í símaskránni titlar hann sig blaðamann en hann er m.a. þekktur fyrir að hafa verið ritstjóri, formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra, svo eitthvað sé nefnt.
Þorsteinn fór yfir sögu fjórflokksins á Íslandi og benti á að þó að flokkarnir hafi einhverjir breytt um nafn þá séu þeir ennþá til og stefna þeirra sú sama í grunninn. Þorsteinn er á því að fjórflokkurinn muni lifa áfram um ókomna tíð þó að valdarætur flokkanna hafi breyst og þó að eitthvað gefi á bátinn hjá þeim í dag.
Vandamál Íslendinga sé að í dag vantar aðila til þess að taka pólitíska forystu, en fólk vilji sjá pólitíska forystu fólks sem nær saman um leiðir til þess að koma okkur út úr ógöngunum. Í staðin sitjum við uppi með málefnalega stjórnarkreppu sem kemur engu í framkvæmd.
Þorsteinn er á því að völd og hugsjónir þurfi að fara saman og ef annað vantar þá virkar hitt ekki.