Fréttir

7.6.2010

Laxarnir í Elliðaánum

Veiði í Elliðaánum hefur alla tíð verið mjög mikil

Guðni Guðbergsson fræddi okkur um laxana í Elliðaánum

Guðni Guðbergsson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun kom á síðasta fund hjá okkur og fræddi okkur um laxana í Elliðaánum og fleira tengt hegðun laxins.

Veiði í Elliðaánum hefur alla tíð verið mjög mikil, þrátt fyrir að að þeim sé sótt úr öllum áttum með vaxandi byggð, mannvirkjagerð, mengun o.fl.

Elliðaárnar eiga upptök sín í Elliðavatni, en efstu drög eru mun ofar, í vötnum fyrir ofan og neðan Silungapoll og nær ríki laxins allt til Hólmsár og Suðurár. 

Elliðaárnar eru um 5 kílómetra langar frá stíflu og til sjávar  og er veitt á 4 til 6 stangir á svæðinu eftir því hvenær sumars er.