Fréttir

18.5.2010

Þorgeir Magnason deildarstjóri þjónustumiðstöðvar Árbæjar- og Grafaholtshverfa var gestur hjá okkur

Þjónustumiðstöðvarnar heyra undir velferðarsvið Reykjavíkurborgar

Mun fleiri þurfi nú að leita aðstoðar þjónustumiðstöðvarinnar í Árbænum en áður

Fyrirlesari á síðasta fundi var Þorgeir Magnason, sálfræðingur og deildarstjóri þjónustumiðstöðvar Árbæjar- og Grafaholtshverfa og ræddi hann við okkur um þá miklu starfsemi sem í boði er hjá þjónustumiðstöðinni í Árbænum.

Þjónustumiðstöðvarnar heyra undir velferðarsvið Reykjavíkurborgar og er Árbæjarstöðin eins af 8 þjónustumiðstöðvum borgarinnar.  13-14% Reykvíkinga býr á Árbæjar- og Grafarholtshverfinu .

Þorgeir segir að mun fleiri þurfi nú að leita aðstoðar þjónustumiðstöðvarinnar í Árbænum en áður, en atvinnulausum í Árbæjarhverfi er að fjölga mikið í aldrinum 20-40 ára.  Um 33% fleiri aðilar á svæðinu hafa þurft að leita eftir fjárhagsaðstoð vegna framfærslu á þessu ári en á árinu 2009 þannig að vandinn í hverfinu virðist vera að aukast.

Ljóst að er víða er pottur brotinn og verðum við að vonast til þess að úr fari að rætast