Hermann Guðmundsson var gestur okkar
Ræddi m.a. við okkur um verkefnið Start 09
Hermann Guðmundsson forstjóri N1 var gestur hjá okkur á síðasta fundi. Hann ræddi m.a. við okkur um verkefnið Start 09 sem hann fyrir hönd N1 hleypti af stokkunum árið 2009.
Verkefnið Start 09 var hugsað til þess að kalla fram nýjar hugmyndir til þess að aðstoða Ísland við að komast út úr kreppunni. Yfirskrift verkefnisins var Hugmyndir, bjartsýni og þor.
Start 09 hófst með því að boða til hugmyndafundar í Borgarleikhúsinu þar sem þekkti erlendir frumkvöðlar voru fengnir til þess að deila reynslu sinni með Íslendingum.
N1 vildi með þessu framtaki sýna samfélagslega ábyrgð með því að láta gott af sér leiða á erfiðum tímum. Verkefnið skilaði 200 tillögum af ýmsu tagi. Sú verðlaunahugmynd sem hreppti fyrsta sætið hjá Start 09 vann einnig Gulleggið 2009, en það er frumkvöðlakeppni Innovit.
Hermann ræddi í lokin við okkur um tilkomu nafnsins N1, eldsneytisverð og framtíðina í orkugjöfum fyrir ökutæki Íslendinga.