Fréttir

28.4.2010

20 ára afmælis klúbbsins fagnað

Héldum í óvissuferð og stefndum í áttina að gosstöðvunum

Fundarstjórinn

Óvissuferð sem endaði með glæsilegum kvöldverði

Út í óvissuna

Afmælisfundur-2

Það var fallegt veður 17. apríl þegar við félagar og makar fögnuðum 20 ára afmæli Rótarýklúbbsins Reykjavík Árbær með óvissuferð.  Óvissuferðin var skipulögð af skemmtinefnd klúbbsins.

Hellisheiðarvirkjun

Lagt var upp frá Árbæjarkirkju og haldið í áttina að gosstöðvunum.   Fyrsti viðkomustaður okkar var Hellisheiðarvirkjun þar sem biðu okkar léttar veitingar og fróðleikur um starfsemina þar.  Farið var með gamanmál í rútunni og gert grín að náunganum.  Jón Magngeirsson tryggði að enginn væri of þyrstur þar.

Birtíngur

Áfram var haldið og var næsta stopp á Selfossi, nánar til tekið fyrir utan Leikfélag Selfoss.  Þar inni fengum við einkasýningu á leikritinu Birtíngur eftir Voltaire.  Sýningin tók um 3 klst og notuðu einhverjir tímann þar til þess að hvíla sig fyrir dansinn sem fyrirhugaður var um kvöldið.

Óvíssan beið okkar

Að aflokinni sýningunni var aftur stigið upp í rútuna og leiðinni haldið áfram út í óvissuna en núna var haldið í áttina til Hveragerðis og endað á sveitakránni Básnum sem staðsett er miðja vegu milli Hveragerðis og Selfoss þar sem tekið var á móti okkur með fordrykk og glæsilega dekkuðum sal. 

Föngulegur hópur

Magnús Pétursson forseti setti þar fund og afhenti Sr. Þór Haukssyni veislustjórnina og sá hann til þess að allt færi satt og rétt fram. 

Steinar

Glatt á hjalla

Kátir voru karlar

Steinar Friðgeirsson rakti fyrir okkur aðdragandanum að stofnun klúbbsins og hverjir hefðu verið fyrstu félagarnir og Gísli B. Ívarsson og Guðjón Ólafur Sigurbjartsson leiddu fjöldasöng.

Tilþrif á dansgólfinu

Matur og annað rann ljúflega niður í mannskapinn og var ekki annað að heyra en að félagar hafi verið ánægðir með hvað var fram borið.  Hluti af Baugalín lék síða og spilaði fyrir dansi og að því loknu tók við diskótek þar sem flesti gátu fundið eitthvað við sitt hæfi.  Snilldartaktar sáust á dansgólfinu og mátti sjá að fólk hefur engu gleymt.

Um kl. 1:00 eða svo var smalað saman í rútuna og haldið heim á leið eftir ágæta samveru en Jón Magngeirsson hélt áfram að hella upp á mannskapinn á leiðinni í bæinn.

Næst þegar við hittumst verður komið sumar