Fréttir

11.4.2010

Starfsgreinarerindi Björns Gíslasonar

Björn hóf störf hjá Slökkviliði Reykjavíkur 1981.

Á síðasta fundi var Björn Gíslason með starfsgreinaerindi sitt í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð 14

Á síðasta fundi var Björn Gíslason með starfsgreinaerindi sitt í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð 14 en Björn starfar þar sem framkvæmdastjóri og umsjónarmaður fasteigna, en Björn hóf störf hjá Slökkviliði Reykjavíkur 1981.

Björn kynnti fyrir okkur húsakynni björgunarmiðstöðvarinnar og sýndi okkur þá starfsemi sem þar er í gangi.   Í húsinu hafa aðstöðu allir aðilar sem koma að björgunaraðgerðum á Íslandi.

Samhæfingarmiðstöð almannavarna er í húsinu en hún var síðast notuð þegar eldgosið hófst á Fimmvörðuhálsi.