Fréttir

26.3.2010

Gylfi Dalmann ræddi um mannauðsstjórnun

Segist vinna með sumum af mestu hveralömpum þjóðarinnar

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson

Hvatning, endurgjöf og hrós er nauðsynleg

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson-2

Á fund okkar í dag fengum við jákvætt og uppbyggilegt erindi frá Gylfa Dalmann Aðalsteinssyni dósent í mannauðsstjórnun hjá Háskóla Íslands.  Gylfi segist vinna með mörgum af helstu hveralömpum þjóðarinnar við viðskiptadeild HÍ.

Hreinn

Á undan Gylfa var Hreinn félagi okkar með 3ja mínútan erindi en hann fjallaði um það ferli sem fór í gang eftir að eldgosið í Fimmvörðuhálsi hófst og þá viðbragsáætlun sem hann hafi sett í gang sem einn af æðstu mönnum vegamála á Íslandi.

Gylfi vill hrósa öllum þeim viðbúnaði og viðbragðsáætlun sem var vegna gosins og vill meina að ef viðbúnaðurinn hefði verið eins góður við fall bankana þá værum við ekki stödd þar sem við erum stödd í dag. 

Viðbragðsáætlun fyrirtækja þarf að vera til.  Fyrirtækin þurfa stöðugt að vera að meta stöðu sína og hvort að ógnanir og í innra eða ytra umhverfi steðji að.  Hvatning, endurgjöf og hrós er nauðsynlegt að nota á starfsmenn en ekki bara á tyllidögum.  Mannauð hvers fyrirtækis þarf að virkja vel og rétt og alltaf þarf að leita leiða til þess að laða fram það besta í fólki.  Nauðsynlegt er að senda skýr skilaboð þannig að fólk sé ekki að velkjast í vafa um það til hvers er ætlast af þeim.

Gylfi endaði erindi sitt á því að segja frá rannsókn sem gerð var til þess að athuga hvaða þjóð er fyndnust.  Þar var útbúinn gagnagrunnur sem innihélt 40.000 brandara af ýmsu tagi og gafst fólki kostur á að velja hvaða brandari þætti fyndnastur.  Rannsóknin skilaði þeirra niðurstöðu að þjóðverjar þykja fyndnastir ... Sitt sýnist hverjum um þá niðurstöðu