Fréttir

22.3.2010

Kristján Jóhannsson óperusöngvari kom í heimsókn til okkar

„Tónlist og tónlistarnám er mannbætandi og það þarf að hlúa vel að talentum og hrósa þeim fyrir það sem vel er gert.“

Kristjan-Johannsson

Hefur sínar skoðanir á íslensku söngnámi

Kristjan-og-MagnusKristján Jóhannsson mætti á síðasta fund okkar og ætlaði að ræða ítalska pólitík en hætti við það þar sem hann taldi íslenska pólitík enn spilltari en þá ítölsku og að Silvio Berlusconi væri eins og engill við hliðina á mörgum íslenskum pólitíkusum.

Í staðin ræddi Kristján við okkur um þá skoðun sína að íslenskt söngnám væri ekki upp á marga fiska og ræddi skoðanir sínar um ástæðuna fyrir því.  Kristján er á því að íslenskir söngvarar byrji of seint að læra og séu jafnvel að læra söng með vinnu en þannig sé ekki líklegt til árangurs.  Kristján vill einnig meina að tungumálakunnátta íslenskra söngnema sé engin og leikræn tjáning og framkoma sé af skornum skammti.  Ef Kristján mætti ráða þá myndi hann fækka tónlistarskólum stórlega.  „Tónlist og tónlistarnám er mannbætandi og það þarf að hlúa vel að talentum og hrósa þeim fyrir það sem vel er gert.“

Kristján vill breyta listamannalaunum á þann máta að þeir sem fái þá séu færri og að styrkirnir séu veglegri í hvert skipti.  Hann vill ekki líta á listamannalaun sem styrki heldur sem viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu listarinnar.