Fréttir

14.3.2010

Er lífsklukkan okkar rétt eða ekki?

Á síðasta fundi okkar fengum við fróðlegan fyrirlestur frá Þórgunni Ársælsdóttur geðlækni

Þórgunnur ræddi m.a. um klukkugen, dægursveiflur og lífsklukkuna.Þórgunnur Ársælsdóttir

Þórgunnur og Ársæll

Á síðasta fundi okkar fengum við fróðlegan fyrirlestur frá Þórgunni Ársælsdóttur geðlækni en hún er mörgum félögunum að góðu kunn, m.a. fyrir að vera dóttir Ársæls félaga okkar.  Þórgunnur ræddi m.a. um klukkugen, dægursveiflur og lífsklukkuna.

Þórgunnur hefur stafað með óformlegum hópi fagaðila sem bent hafa á að við Íslendingar ættum að breyta hjá okkur klukkunni, annaðhvort að seinka klukkunni um 1-2 klukkustundir eða þá að taka upp sumar og vetrartíma.  Þann dag sem fundurinn okkar var haldinn (11. mars) var hádegið kl. 13:38 þannig að munurinn á tíma og ljósi er töluverður.

Ljóst er að yfir svartasta skammdegi ef fólk sem upplifir mikið skammdegisþunglyndi.  Þessu sama fólki líður betur yfir sumartímann eða þegar sólar og birtu nýtur frekar.

Þegar birtunnar nýtur ekki eykst framleiðslan í líkamanum á melatonin og truflanir verða á dægurtakti klukkugensins.  Melatonin er ómælanlegt í líkamanum á daginn.