Íslenskan er að breytast
Rannsóknir á nýrri setningargerð
Sigríður Sigurjónsdóttir dósent í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands kom á síðsta fund okkar og fræddi okkur um rannsókn sem hún og Joan Malin framkvæmdu.
Rannsóknin gekk út á að leggja setningar byggðar á nýrri setningargerð fyrir unglinga og sjá hvort þeir teldu setningarnar málfarslega réttar.
Rannsóknin sýnir m.a. að íslenskan er að breytast og hefur það gerst hratt undanfarna 3 áratugi eða svo en unglingarnir töldu setningar bornar fram skv. nýrri setningargerð vera eðlilegar og réttar.
Setningar eins og "það var truflað mig" og "það var okkur ekki sagt" en dæmi um þessa nýju setningargerð og er ljóst að tungumálið okkar er breytar mjög í þessa átt.
Sigríður rakti hugsanlegar skýringar á þessari þróun og spunnust skemmtilegar samræðum um þetta á fundinum on vonast félagar eftir því að hægt verði að vinda ofan af þessari þróun.