"Hlýnun jarðar ekki endilega stærsta ógn mannkyns“
Kapphlaupið er hafið í umhverfisvænum orkugjöfum og umhverfisvænum vörum
Fólksfjölgun, ólæsi og ofnýting á auðlindum er helsta vandamál heimsins
Magnús Jónsson fv. veðurstofustjóri mætti til okkar á fund í kvöld og deildi með okkur hugmyndum sínum um hvað hann teldi vera helstu ógnina sem steðjar að mannkyninu þegar kemur að loftlagsmálum. Magnús hefur t.d. kynnt sér loftlagsmál á Nýja-Sjálandi en þeir standa mjög framarlega í þeim málum í dag.
Magnús er á því að hlýnun jarðar sé ekki endilega stærsta ógn mannkyns, heldur frekar fólksfjölgun, ólæsi og að auðlindir heimsins séu ofnýttar.
Kapphlaupið er hafið í umhverfisvænum orkugjöfum og umhverfisvænum vörum.
Við Íslendingar eigum að vera leiðandi í umhverfis- og orkumálum heimsins. Við erum með umhverfisvænstu rafmagnsframleiðslu heimsins og eigum að verðleggja þá auðlind rétt.